Heim á forsíðu
Starfsferill minn
Reynsla
Skólar og námskeið
Um persónulega hagi
Kerfin
Email
Email
Reynsla
Eins og sést af starfsferli mínum hef ég fengist við eitt og annað þó ég
hafi kannski ekki unnið á mjög mörgum stöðum. ég hef reynslu af
margskonar stjórnun, hef í gegnum tíðina átt þess kost að vinna mikið
sjálfstætt og það lætur mér vel.

Hin síðari ár hefur ýmislegt safnast í reynslubankann ss. sjúkraflutningar,
vinna við rekstur flugvallar, snjómokstur, flugradíómennska en ég starfa
við það í dag.

Hér á eftir verður tíunduð reynsla mín af tölvustörfum sem er nokkuð fjölbreytt
enda snerist menntun mín framan af um tölvur og tölvukerfi.

Windows vinnustöðar af öllum gerðum, uppsetningar og rekstur.
Windows netþjónar til og með 2008R2, uppsetingar og rekstur, AD, WEB, Terminal, grunnþjónustur.
Linux þjónar í mörgum hlutverkum, WEB, Samba, LAMP, póstur, grunnþjónustur, gagnagrunnar.
Cisco netbúnaður, router, switch, firewall.

Allskyns notendahugbúnaður ss. MSOffice og ýmsar afleiður.
Margskonar annar notendahugbúnaður, mikið tengdur heilbrigðisgeiranum.

Notendaþjónusta hefur verið stór þáttur í mínu starfi og þekki ég vel
gildi jákvæðrar og uppbyggilegrar notendaþjónustu.

Forritun í PHP-forritunarmálinu á móti MySQL-gagnagrunni, tengist rekstri LAMP-þjóna.