Heim á forsíðu
Starfsferill minn
Reynsla
Skólar og námskeið
Um persónulega hagi
Kerfin
Email
Email
Menntun
2018 fór ég í réttindanám til umsjár EGNOS-stöðvar sem staðsett er á Egilsstaðaflugvelli.
EGNOS er GPS-leiðréttingabúnaður og er stöðin á Egilsstaðaflugvelli önnur tveggja á Íslandi.

2016 tók ég RKí-leiðbeinandaréttindi í skyndihjálp og hef dundað við að kenna síðan.
2019 tók ég námskeið til viðhalds þeirra réttinda, sem gilda til 2022.

Eftir að ég hóf störf hjá ISAVIA lá leiðin í AFIS-nám (2017) sem veitir réttindi
til vinnu sem flugradíómaður í flugturnum á óstjórnuðum flugvöllum.

2014 hóf ég nám við Fjölbrautaskólann við ármúla á sjúkraliðabraut til að
bæta og styrkja sjúkraflutningagrunninn, bóknámi er að mestu lokið.

2013 tók ég aukin ökuréttindi og hef nú réttindi til að aka bifreiðum
af hvaða stærð og gerð sem er í atvinnuskyni.

2011 fór ég í Sjúkraflutningaskólann og lauk grunnnámi í sjúkraflutningum (EMT-B) og fékk starfsleyfi sem slíkur.
Eftir framhaldsnám í þeim skóla haustið 2013, hlaut ég neyðarbílsréttindi (EMT-A) í janúar 2014.

Frá árinu 1994, eftir útskrift af tölvubraut Iðnskólans í Reykjavík sem þá var,
til ársins 2014 safnaði ég margvíslegri þekkingu og reynslu.
þetta sneri mestallt að kerfisfræðiþættinum og verður grein gerð fyrir því hér á eftir.

Árið 1991 hóf ég nám við tölvubraut Iðnskólans í Reykjavík, nam ég
forritun, fræði netkerfa og rafmagnsfræði. Nefndist þetta nám á þeim
tíma tölvubraut 2. Námið stundaði ég með fullri vinnu allan tímann og
lauk því að vori 1994. Síðan lá leiðin í rafeindavirkjun en því námi
lauk ég ekki.

Lokaverkefni mitt af tölvubrautinni var Netware 3.11 server en á
Tryggingastofnun var 4.10 server sem var uppfærður í 5.1. Sá ég
alfarið um þá vinnu og framkvæmdi megnið af henni sjálfur.

Ég sat námskeið frá Novell Education (NetWare 4.11) og tók próf
eftir það sem NetWare Administrator. ég hef staðgóða þekkingu á
NDS, eDirectory og bindery. Síðan hef ég tekið námskeið í Netware
6 (upgrade) og Novell ZENworks sem notað er til að stýra
vinnustöðvum á neti.

Ég hef einnig lagt stund á Unix (HPUX) og sótt námskeið hjá Opnum
kerfum hf. því tengd, sem og HP-Openview neteftirlitskerfi og
afritunarbúnað. Einnig hef ég sett upp og rekið Linux-vélar, bæði
vinnustöðvar og server, sótti ég námskeið hjá
Endurmenntunarstofnun Hí í Linux og Unix.

Ég hef sótt námskeið í Cisco beinum (router), bæði ISDN og
"venjulegum" ef orða má það þannig. ég hef einnig þó nokkra
þekkingu og reynslu af rekstri Cisco leiðargreina (switch) og Cisco
Pix eldveggja.

Ég hef sótt Microsoft sérfræðinámskeið (maí 2003) sem miðar að
MCSA-gráðu, hjá iSoft á íslandi. þetta námskeið fjallar um Windows
2000 vinnustöðvar, netþjóna og eldveggi. ég lít á þetta námskeið
sem mjög góða viðbót við þekkingu mína á Novell og Unix.

Ég sótti námskeið í DataProtector hjá Opnum kerfum í mars 2005,
en það mjög sveigjanlegt afritunarkerfi.

Ég hef einnig sótt námskeið í gæðastjórnun skv. staðli ISO-9000 og
öryggi upplýsinga skv. staðli ISO-17799.

Ég hef síðan safnað ýmsu í sarpinn án þess að hafa sótt sérstök
námskeið. þar má nefna SmoothWALL eldveggi,
MySQL-gagnagrunna, PHP-forritunarmálið og ýmislegt fleira.